Steingrímur J. Sigfússon er á villigötum. Fyrir tveimur mánuðum sagði hann Svavar Gestsson hafa staðið sig frábærlega í samningum við Breta. Íslendingar slyppu líklega við að borga IceSave. Löngu síðar kom í ljós, að bjartsýnin byggðist á skoðun brezks endurskoðanda, sem hafði sýnt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum skjal. Samninganefndirnar sáu aldrei þetta skjal. Svo var samningurinn undirritaður og reynt að ljúga til um innihaldið. Það lak samt út og sýndi alls kyns furðuhluti. Steingrímur sagði þetta bara vera fasta liði, sem ekki yrði beitt. Prófessorar hafa vefengt þá kenningu Steingríms.