Við borgum aldeilis ekki

Punktar

Ef IceSave samningurinn fer illa og kostar okkur 500 milljarða, er til þekkt leið úr vandanum. Leiðin út úr Versalasamningunum, sem Hitler notaði, hætti að borga og komst upp með það. Getum spurt, hvort það sé 500 milljarða virði að hafa Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið til friðs. Auðvelt er svara, að svo sé ekki. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur vörnina felast í varnarþingi íslenzka ríkisins. Það sé fyrir íslenzkum dómstólum. Sem betur fer höfum við sjö ár til að finna út úr þessu. En strax er ljóst, að við stöndum alls ekki undir greiðslunum, þegar að þeim kemur.