Hrun svokallaðra lögmanna

Punktar

Lögmannafélagið er orðið frægast af orðalaginu “svokallað bankahrun”. Sýnir firringu ráðamanna félagsins. Fyrst varð félagið frægt í vetur af andstöðu við sannleiksnefnd Alþingis og við afnám þagnarskyldu. Síðan varð það enn frægara af andstöðu við afskipti Evu Joly af hruni Íslands. Lögmenn hafa lengi verið helztu púlsmenn græðgisvæðingarinnar, ásamt endurskoðendum. Óttast að verða eltir og látnir svara til saka. Fyrir aðstoð við lagakróka og skattsvik græðgisvæðingar í tengslum við banka, krosseignarfélög, útrás. Ef Lögmannafélagið ályktar um eitthvað, finnum við siðleysið leggja um allt.