Raunverulegt atvinnuleysi er mjög lítið í byggingaiðnaði, þótt margir séu á skrá. Mikið af því tengist svartri vinnu. Hún étur upp sjóði, sem eiga að nýtast hinum raunverulega atvinnulausu. Alkunnugt er, að erfitt er að fá fagmenn til vinnu, þrátt fyrir meint atvinnuleysi. Í raun leystist kreppan í byggingaiðnaði með brottför áttaþúsund erlendra manna. 8000 manns hurfu. Atvinnuleysið í greininni var hreinlega flutt út. Nauðsynlegt er að kanna veruleikann að baki meintu atvinnuleysi og beita menn tilfinnanlegum sektum, ef upp um þá kemst. Við höfum ekki efni á að borga gervi-atvinnuleysi.