Könnun: Sigur fyrningar

Fjölmiðlun

Fyrning kvóta vann mikinn sigur í skoðanakönnun DV í dag. Hlaut 41% fylgi, en andstaðan var 31%. Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, var útkoman 57% með og 43% móti. Hingað til hafa slíkar tölur verið taldar hreinar og klárar. Þannig hafa slík hlutföll til dæmis verið kynnt, þegar fjallað er um afstöðu til Evrópusambandsins. DV kýs hins vegar að túlka niðurstöðuna sem klofning í samfélaginu. “Fyrning kvóta afar umdeild” segir í fyrirsögninni. Slík fyrirsögn gæti verið á flestum fréttum um kanninir. Hún segir alls ekki neitt. “Sigur fyrningar” hefði verið réttari fyrirsögn.