Áttu bara óætan fisk

Veitingar

Vansáttur er Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri höfuðstaðar Norðurlands. Finnst ég vera fullur höfuðborgar-hroka, telji góðan mat bara fáanlegan þar syðra. Til að efla trú hans langar mig til að segja sögu af mér á Akureyri. Ég neyddist til að vera þar yfir nótt og þurfti fisk í matinn. Ók þvers og kruss um bæinn til að leita að fiskbúð eða fiskborði í matarbúð. Sá ekkert nema frosinn fisk. Akureyri var þá þriðja stærsta verstöð landsins, en bauð aðeins upp á óætan fisk. Engin leið var að lifa á Akureyri nema borða daglega hjá Friðriki V í listagilinu. Dýrt til lengdar.