Helztu lífeyrissjóðir landsins hafa verið ginntir til að fjármagna gat í Vaðlaheiði. Það er ekki þjóðhagslegt verkefni, heldur gæluverk Kristjáns Möller kjördæmispotara. Þetta er lífeyrissjóðunum til skammar. Annað mál hefði verið, ef þeir hefðu fjármagnað Suðurlandsveg eða önnur lífsspursmál. Einkennilegt er, að alltaf er kallað í lífeyrissjóðina, ef einhver vitleysa er í gangi. Margsinnis hafa þeir verið kallaðir á fundi vegna galinna hugmynda um endurlífgun gjaldþrota banka. Senn verða þeir kallaðir til að fjármagna Landsvirkjun, sem komin er í ruslflokk og fær ekki meira lánað.