Almenningur sættir sig ekki við að verða hnepptur í þrældóm til að greiða skuld auðmanna vegna IceSave. Hann vill, að fyrst verði gengið að þeim, sem fundu upp IceSave. Fyrst og fremst að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Björgólfi Guðmundssyni, eigendum bankans, Sigurjóni Árnasyni og Halldóri Kristjánssyni bankastjórum. Þeir hafa ekki verið færðir til yfirheyrslu og ekki fengið stöðu grunaðra. Undirbúa þarf málsókn gegn þeim og leita að földum fjársjóðum á Tortola og víðar. Meðan aðgerðir gegn skúrkum sjást engar neitar fólk að borga fyrir menn, er enn hafa ekki verið handsamaðir.