Davíð Oddsson varð frægastur, þegar hann sagði Rússa mundu bjarga okkur frá hruninu með risavöxnu láni. Það var bara ímyndun. Stundum kemur hann fram í sjónvarpi og segir frá gögnum, sem hann man vitlaust eða eru bara ekki til. Stundum segir hann okkur í sjónvarpinu frá því, sem hann segist hafa sagt mönnum í einkasamtölum. Minnist ekki á, að hann sagði opinberlega og birti opinberlega þveröfugar skoðanir á sama tíma. Minni Davíðs er það ruglaðasta, sem þekkist hér, að svo miklu leyti sem það virkar yfirleitt. Lýðskrum hans er komið svo langt út af kortinu, að það er orðið að læknisfræðilegum vanda.