Mesta bankarán heimsins er upplýst. Aðeins er eftir að kanna refsiábyrgð. Við vitum, að starfsmenn bankanna bera ábyrgð, þeir áttu að gæta hagsmuna bankans. Gildir um bankastjóra, deildarstjóra, lögmenn og endurskoðendur. Næstir í röð eru stjórnir bankanna, áttu þær að vita um bankaránið? Bera þær yfirleitt einhverja ábyrgð? Síðan eru það aðaleigendur bankanna. Bera þeir ábyrgð sem eigendur, því að tjónið lenti á þjóðinni? Misnotuðu þeir aðstöðu sína sem aðaleigendur til að láta bankastjóra ryksuga peninga fyrir sig úr bönkunum? Einfaldar spurningar, sem dómstólar eiga að geta svarað strax.