Ofhönnun veitingahúss

Veitingar

Eini gallinn við Fiskfélagið í Grófinni er ofhönnun staðarins. Hún gengur of langt í stælum. Aðalsalurinn er svo svartur og gluggalaus, að þú sérð varla yfir borðið. Það getur varla talizt rómó og er þá til hvers?. Litli salurinn er skárri, þar eru gluggar. Innréttingar eru svartar, veggir, borð og góðir stólar. Gólfið er samt blessunarlega grátt. Skreytingar eru smart, til dæmis kertastjaka-bekkurinn andspænis innganginum. Fiskfélagið er miðlægt á horni Grófarinnar og Vesturgötu. Ég bjóst ekki við góðum mat á svona ofhönnuðum stað. Eldamennskan var dálítið tízkuskotin, en kom mér ánægjulega á óvart.