Leiðarar orðnir úreltir

Fjölmiðlun

Fréttablaðið hefur falið málsmetandi talsmönnum fjölbreyttrar hugmyndafræði að skrifa leiðara blaðsins. Eðlilegur endapunktur þróunar, sem hófst árið 1973, þegar ég merkti leiðara fyrstur manna. Mér þótti skrítið, að stofnanir gætu haft skoðanir og birt leiðara, sem væru guðsorð blaðsins. Smám saman síðan hafa fjölmiðlar farið að merkja leiðara. Mismunandi höfundar á sama fjölmiðli hafa misjafnar skoðanir. Eðlilegt er, að það endi á, að talsmenn sjónarmiða skrifi leiðara, ekki starfsmenn fjölmiðilsins. Raunar þýðir þessi endastöð, að leiðarar eru orðnir úreltir. Þeir eru orðnir kjallaragreinar.