Vofa greifans í bankanum

Punktar

Í Seðlabankanum var fámenn hirð umhverfis Davíð Oddsson. Sumir voru ráðnir í kjölfar valdatöku hans, aðrir voru jábræður frá fyrri tíma. Davíð hafði ekki samband við yfirmenn, sem voru honum lítt að skapi. Drap til dæmis Glitni án samráðs við hagfræðideildina. Vitum þó af fréttum af andófi á Austurvelli, að bardagafús hagfræðingur er í hirðinni, Ólafur Örn Klemensson. Síðast kom í ljós, að lögmaður bankans er líka í hirðínni, Sigríður Logadóttir. Hins vegar er Davíð hættur í bankanum. Eins og víðar dreymir suma hirðmenn hans um endurkomu píslarvottarins. Vofa greifans sveimar enn yfir vötnum bankans.