Ríkisstjórnin er óhæf. Hún fór vel af stað, en seig fljótt niður í kviksyndi gamla tímans. Gamlingjar hennar kunna ekki annað en vinnubrögð gamla tímans. Hún er svo forstokkuð, að hún getur ekki lengur birt dagskrár stjórnarfunda. Fyrri stjórnir gátu það samt. Leyndó er alfa og ómega ríkisstjórnar, sem þóttist ætla að efla gegnsæi. Hún heldur gögnum leyndum eins lengi og hún getur. Lætur draga plöggin út með töngum, eitt af öðru. Í hvert skipti þarf hún að hliðra til fyrri lygi, búa til nýja. Samt drullast hún aldrei til að segja sannleikann. Ég man satt að segja ekki eftir ömurlegri ríkisstjórn.