Tvöfalt gengi krónunnar

Punktar

Ekki gengur lengur, að Seðlabankinn skrái sérstaklega hátt gengi á krónunni. Enn síður er vit í, að bankinn fórni dýrmætum gjaldeyri í að halda uppi ýktu gengi krónunnar. Bankinn brennir tugmilljarða á mánuði og við höfum ekki ráð á því. Menn eru farnir að spila á þetta tvöfalda gengi og græða hundruð milljóna á því. Það er eins og var á tíma bátagjaldeyris, áhafnagjaldeyris og námsmannagjaldeyris fyrir 1960. Norski seðlabankastjórinn okkar var ekki nógu hæfur til að sjá þetta. Full reynsla er komin á, að krónan er minna virði í útlöndum en hún er í Seðlabankanum. Honum ber að eyða mismuninum.