Bikkjur verða að gæðingum

Hestar

Hestaferðir eru sérstæð og forn tilvist, í undirvitund hesta og sumra manna. Menn skipa sér í forreið og eftirreið og hafa lausu hrossin milli hópanna. Forfeðurnir lifðu svona, komu í nýtt vatnsból og nýjan haga á hverju kvöldi og lögðu upp aftur að morgni. Föst búseta var engin, hesturinn var heimilið. Þannig lifðu heilu þjóðirnar á sléttum Síberíu og Rússlands. Þannig reið Gengis Kahn 7000 kílómetra frá Ulan Bator til Vínarborgar. Á aðeins þremur mánuðum. Þetta flökkulíf blundar í sálarlífi hesta, þeir magnast upp á ferðalögum. Bikkjur verða að gæðingum, teygja sig og fara að ganga fallega.