Þarf oft að fá bílastæði í miðbænum. Í sumar er allt í einu nóg af stæðum. Það stafar af auknu eftirliti. Mér sýnist ég sjá fimm sinnum fleiri verði en áður. Auðvitað stafar það af atvinnuleysinu. Þeir, sem áður fóru yfir á mælunum, láta færri sjá sig. Ég vona, að viðbótartekjur af sektum séu hærri en viðbótarkostnaðurinn. Ef svo er, þá er breytingin til bóta. Einn plús í kreeppunni. Þar á ofan þarf að sinna því betur að sekta þá, sem leggja óloöglega í miðbænum. Ef málin verða framvegis í eins góðu lagi og þau hafa verið í sumar, verður ljúft að reka erindi í miðbænum. Áfram með sektirnar.