Ítrekaðar upplýsingar um skrítnar forsendur í hagtölum fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans eru daglegt brauð. Hagdeildir þessara stofnana hafa glatað öllu trausti. Þær fela meðal annars í sér hömlulausan áróður fyrir IceSave samningi. Áður hafði Tryggvi Þór Herbertsson eytt trausti Hagfræðistofnunar Háskólans, þegar hann stjórnaði þar. Greiningardeildir banka glötuðu trausti í hruninu í fyrra. Engar stofnanir geta lagt fram gögn, sem fólk treystir. Því vantar trúverðug gögn. Flestir harma slátrun Þjóðhagsstofnunar. Þar var á ferð eitt af illræmdum reiðiköstum greifans af Íslandi, Davíðs Oddssonar.