Búlgarski fáninn er á vegg Balkanika veitingahússins að Vitastíg 10. Fékk þar í gærkvöldi hakkabuff í bollum (kjufte) og pylsu (kebapche). Með var sterk tómatsósa, franskar (!) kartöflur, hvítbaunir, hrásalat. Hefðbundinn réttur frá Búlgaríu. Bragðgott fyrir 1290 krónur, betra en Santa Maria. Flestir réttir eru ódýrari, svo sem grænmetisréttir. Húsakynni eru lítil og rauðlökkuð, rúma 18 stóla. Frambærilegur keppinautur á markaði lága verðsins. Búlgörsk veitingahús eru fá á Vesturlöndum. Sérgrein Búlgaríu er lambakjöt og innmatur úr lambi. Næst ætla ég að prófa lambakótiletturnar.