Hrunið var ekki feilnóta

Punktar

Geir Haarde taldi, að bankahrunið væri mistök, feilnóta í sinfóníunni, sem ekki mætti persónugera. Eftirmaður hans, Bjarni Benediktsson, heldur líka, að hrunið hafi verið feilnóta. Hann harmar minni stuðning við bankaleynd. Þeir telja kerfið hafa verið í lagi í stórum dráttum. Almenningur er hins vegar farinn að skilja, að hrunið var meira en feilnóta. Það var mesta bankarán Vesturlanda. Ráðamenn bankanna opnuðu fjárhirzlur, buðu eigendum og vildarvinum að láta greipar sópa. Hnepptu þjóðina í ánauð. Bankahrunið er margfalt verra mál en það virtist vera í haust. Bjarni skilur það alls ekki.