Uppgötvaði á Jómfrúnni í gær, að einn kostur staðarins eru annir hans. Mest er gaman að sitja andspænis skenknum, þar sem fólk pantar og borgar. Minnir á erlent bistró fremur en danskt smurbrauðs-hádegi. Jómfrúin er líka stærri en flestir smurbrauðsstaðir, sem ég þekki í Kaupmannahöfn. Svo margir þekkja aðra, að fólk kinkar kolli, þegar það fer hjá borðum framarlega í húsinu. Rétt fyrir lokun í gær fengum við undur Kaupmannahafnar: Volga lifrarkæfu með dilli, beikon og sultu. Nostalgískur réttur góður , sem hæfir staðnum og mér. Gott er að hafa Jómfrúna við hendina, þegar ég fær köst af fortíðarþrá.