Ríkissjóður var eyðilagður

Punktar

Óhæfur Davíð Oddsson og óhæfur Geir Haarde skildu okkur eftir í rústum. Rétt fyrir hrunið lánaði seðlabankastjórinn viðskiptabönkunum 350 milljarða án þess að taka gild veð. Öll upphæðin lenti á ríkinu, sem þurfti að bjarga Seðlabankanum frá gjaldþroti. Strax eftir hrunið setti Geir 270 milljarða í að minnka tjón eigenda græðgisreikninga. Samanlagt gerræði þeirra tveggja er dýrara en annað tjón hrunsins samanlagt. Kannski fyrir utan IceSave. Ríkið rambar á barmi gjaldþrots. Áður en ný ríkisstjórn tók við völdum voru hinir óhæfu búnir að eyðileggja ríkissjóð, gera honum ókleift að hjálpa skuldurum.