Rugludallur skrifar bók

Punktar

“Þegar forstöðumaður greiningardeildar Kaupþíngs skrifar bók um efnahagshrunið, gæti Steingrímur Njálsson eins skrifað bók um barnavernd.” Svo bloggaði Eiríkur Jónsson réttilega í morgun um bók Ásgeirs Jónssonar, Why Iceland. Þar segir Ásgeir, að íslensku bankarnir hafi verið svo gott sem dauðadæmdir í lok árs 2007. Ári fyrir hrunið. Á því ári hömpuðu íslenzkir fjölmiðlar Ásgeiri sem einum helzta fjármálavitringi heimsins. Samt sagði hann nánast alltaf, að bankarnir væru í rosalega fínum málum. Eru íslenzkir fjölmiðlar enn að hlusta á ruglið í forstöðumanni greiningardeildarinnar?