Uppreisn gegn réttarfarskerfi

Punktar

Ljóst er orðið, að yfirmenn bankanna verða dæmdir fyrir að opna hirzlurnar, svo að eigendur bankanna gætu látið greipar sópa. Bankastjórar og hirðir þeirra áttu að passa bankana og gerðu það ekki. Þar eru deildarstjórar og endurskoðendur inni í myndinni og verða vafalítið dæmdir. Spurningin er hins vegar, hvernig dómstólar taka á sjálfum skúrkunum, sem hirtu peningana. Björgólfsfeðgum, Wernerssonum, Bakkabræðrum. Sem sögðu bankastjórum fyrir verkum. Hætt er við, að litið verði á þá sem þjófsnauta, ekki sem þjófa. En sleppi þeir við fangelsi, verður uppreisn gegn réttarfarskerfi landsins.