Niðurgreidd orka til stóriðju

Punktar

Enn einu sinni er upplýst, að orkusala til stóriðju er ekki samkeppnishæf við aðra atvinnuvegi. Á vegum fjármálaráðuneytisins hefur verið reiknað, að arðsemi orku til stóriðju er helmingi minni en í öðrum atvinnuvegum. Með því að efla stóriðju umfram aðra atvinnuvegi hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga valdið þjóðinni miklu tjóni. Sem betur fer er minnkandi þörf fyrir stóriðju, því að gagnaver og netþjónabú eru miklu arðbærri kostur. Því skulum við hætta að dreyma um Helguvík og Húsavík og snúa okkur að betri orkunotkun. Við eigum semsagt að hætta að niðurgreiða rafmagn til stóriðju.