Ingólfstorg er gróðurlaus steypuklumpur, sem fælir fólk frá sér. Enda er torgið samastaður lúsera, allt frá vélhjólamönnum yfir í leikbrettastráka. Venjulegt fólk þrífst þar ekki. Lækjartorg hefur fengið grænar þökur og er mildað af trjám í nærvídd og fjarvídd. Þar situr fólk og drepur tímann. Skást þriggja megintorga borgarinnar er Austurvöllur, jafnan þétt setinn fólki í góðu veðri. Þar er líka miðstöð andófs í samfélaginu. Austurvöllur er grænt torg, fullt af trjám og blómum. Austurvöllur er alger andstæða við Ingólfstorg, sem er ekkert annað en arkitektaslys, nýlega skipulagt slömm.