Leynilegur starfskostnaður

Punktar

Alþingi neitar auðvitað að afhenda gögn um greiðslur fyrir meintan kostnað alþingismanna vegna starfsins. Sumir þingmenn skila gögnum um kostnaðinn, en aðrir ekki. Í augum flestra þingmanna er þetta bara uppbót á laun, sem þeir þurfa ekki að útskýra. Þeir eru auðvitað spilltir og Alþingi sem stofnun er spillt með því að leyfa þessi undanbrögð. Þegar þingið neitar að afhenda gögnin, má öllum ljóst vera, að málið þolir engan veginn það gegnsæi sem er í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar. Gegnsæið er bara orðalag til að strá ryki í augu fólks. Í raun fer spillingin fram með hefðbundnum hætti.