Má ég heldur biðja um Evu Joly en ríkisstjórnina samanlagða. Joly birtir grein í víðlesnum fjölmiðlum, þar sem hún tekur upp hanzkann fyrir Ísland. Á máli, sem allir skilja. Þetta hafa íslenzkir ráðherrar ekki gert, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Össur Skarphéðinsson. Hafa ekki einu sinni tuðað, hvað þá verið skiljanleg. Joly er tegund leiðtoga, sem okkur vantar sárlega. Í stað bugtandi meðalmenna, sem lúffa fyrir útlendingum. Öfugt við þorskastríðin höfum við verið án málsvara erlendis í bankastríðinu. Joly sýnir okkur, hvernig á að tala við slúbberta með tveimur hrútshornum.