Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri var á kafi í spillingu græðgisvæðingar. Var einn kúluprinsanna, einn höfuðpaura hrunsins. Réðist í fyrra á “öfga og móðursýki” fjölmiðla, sem reyndu að fletta ofan af honum og félögum hans. Fékk Richard Portes til að gefa út lygaskýslu um góða stöðu íslenzkra banka. Þeir voru gjaldþrota, nema á yfirborðinu. Sagðist stoltur af að hafa “sigað lögmönnum á fjölmiðla”, sem reyndu að benda á sannleikann. Að baki þokunnar, sem Finnur framleiddi. Fyrir eitthvert kraftaverk dúkkaði Finnur upp í vetur sem bankastjóri Kaupþings. Hefur nú með lögbannskröfu rúið bankann trausti .