Borgarahreyfingin er þríklofin. Þingmenn hennar talast ekki við og mæta ekki á fund almennra félagsmanna. Þeir hafa semsagt enga grasrót lengur. Deilan hófst með, að þrír þingmenn af fjórum féllu frá að styðja viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Sem voru á stefnuskrá hreyfingarinnar. Steininn tók svo úr, þegar sömu þingmenn reyndu opinskátt að fara í hrossakaup við stjórnina. Buðu stuðning við viðræður gegn fráhvarfi frá IceSave. Þráinn Bertelsson er eini þingmaðurinn, sem ekki tók þátt í þessum leik. Sökudólgar málsins eru einkum grasrótarlausir þremenningar, er túlka hrossakaup sem samvizku sína.