Nú eru þeir tímar, að minni háttar glæpir komast ekki að í fjölmiðlum. Ekki er fjallað um mál, nema upphæðir skipti milljörðum. Í þeim samanburði fer lítið fyrir milljónum í Varnarmálastofnun. Opinberir eftirlitsaðilar saka forstjórann, Ellisif Tinnu Víðisdóttir, um viðskipti við vini og ættingja framhjá útboðsreglum. Samtals nema upphæðirnar mörgum milljónum króna. Ég sá frétt um þetta í einum fjölmiðli fyrir viku, en ekki orð annars staðar. Er þetta kannski eitthvert feimnismál Samfylkingarinnar? Eða fjölmiðlunganna? Er ekkert gert í þessu máli frekar en öðrum, sem lúta að misnotkun aðstöðu?