Erlendar innheimtustofnanir

Punktar

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, og Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, eru lygarar. Sögðu á blaðamannafundi í Reykjavík 9. júní, að IceSave samkomulag væri ekki forsenda norrænna lána. Síðan kom í ljós, að lánin fást ekki, fyrr en IceSave er í höfn. Fulltrúar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hafa marglogið, að IceSave samkomulag sé ekki forsenda lánveitinga. Jafnoft hefur komið í ljós, að lánveitingar frestast vegna tafa á IceSave. Sama er að segja um Evrópusambandið. Þetta sýnir, að IceSave er feimnismál þessara aðila. Gagnvart okkur eru þeir innheimtustofnanir Bretlands og Hollands.