Freisting Seðlabankans

Punktar

Of mikið er gert úr nauðsyn erlendra lána til Seðlabankans. Hann þarf ekki lán, nema hann vilji vernda gengi krónunnar. Fulltrúar hans hafa margsagt, að það standi ekki til. Því miður er ástæða til að óttast freistinguna. Ef þeir hafa fullar hendur fjár, freistast þeir í fjárhættuspil með krónuna. Því er bezt, að þeir hafi sem minnst umleikis. Allt þetta kerfi kringum krónuna er hreint rugl. Seðlabankinn á að hætta að hafa afskipti af henni og hætta gjaldeyrishöftum. Það yrði sjokk í fyrstu, en síðan mundi markaðurinn jafna sig. Ríkisstjórnin þarf bara að aftengja áhrif gengis á vísitölur.