Eitraður riddari samvizkunnar

Punktar

Þór Saari er eitraði riddarinn í Borgarahreyfingunni. Dáleiddi þingkonur flokksins til fylgis við óheillaferli, sem sprengdi hreyfinguna. Fyrstu mistökin fólust í að falla frá stuðningi flokksins við viðræður um aðild að Evrópu. Þá bar hann við samvizku þingmanna. Stóru mistökin gerðust síðan, þegar Þór bauð stjórninni opinberlega stuðning við viðræður gegn brottfalli IceSave. Annars vegar meinaði ný samvizka honum að styðja Evrópustefnu flokksins. Bauð hins vegar hrossakaup um það nýfengna samvizkuspursmál. Spilaði sig inn í hlutverk hins gróna þingmanns, sem enginn treystir lengur.