Borgin er full af fólki

Punktar

Miðborgin hefur síðustu vikur sýnt, að erlendir ferðamenn eru tvöfalt fleiri en fyrri sumur. Hótel eru full, veitingahús eru full, kaffihús eru full, bílaleigur eru fullar, búðir eru fullar. Evrur og dollarar og pund flæða um bæinn. Ferðaþjónustan þekkir ekki kreppu. Sama er að segja um útveginn, hann flýtur í pundum og evrum. Þarf enga kvótakónga, engan Magga á þyrlunni og enga tengdasyni Soffaníasar. Þarf bara skip, skipstjóra og sjómenn, þarf engar afætur. Álbræðslurnar gefa ekkert af sér, en í staðinn koma gagnaver og netþjónabú. Öflun gjaldeyris er í góðu lagi, þótt bankarnir hafi hrunið.