Jóhanna forsætis samþykkir blaður aðstoðarmanna sinna með því að fordæma það ekki. Samþykkir, að Eva Joly skuli ekki skipta sér að því, sem henni kemur ekki við. Samþykkir, að of mikil sundrung sé í ríkisstjórninni til að hægt sé að senda umheiminum skilaboð frá Íslandi. Jóhanna leiðir stjórnina frá kosningaloforðum um nýtt Ísland yfir í stjórn að hætti Geirs Haarde. Stýrir ríkisstjórn, sem ræður kúlukarl yfir ríkisbanka. Stýrir viðskiptaráðherra, sem réð bankagaur sem aðstoðarmann. Sá vann það afrek í fyrrahaust að lofa og prísa góða stöðu bankanna viku fyrir hrunið. Svei þessu öllu.