Beztu kaup á hádegismat í alvöru matstað eru á Volare, í bakhúsi rétt neðan við Kjörgarð á Laugavegi. Þar kostar fiskur dagsins 990 krónur, oft þorskur, hæfilega ofn- eða pönnusteiktur. Með matarmikilli súpu dagsins kostar 1200 krónur hádegismaturinn. Þetta er alvörustaður með fagfólki. Fyrir 990 krónur er einnig hægt að borða hádegismat á Balkanika, líka í nágrenni Kjörgarðs, á Vitastíg. Þar er búlgarskur heimilismatur, kjötbollur, gúllas eða mússaka, oft með kartöflustöppu. Bollurnar eru kryddaðri og betri en íslenzkar. Fyrir þúsundkallinn fæst í mesta lagi súpa og salat á öðrum ódýrum hádegisstöðum.