Sigur fyrir Ögmund

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn fattaði, að IceSave mundi ekki splundra stjórninni. Þá féllust fulltrúar hans í fjárlaganefnd á orðalag fyrirvaranna, sem Alþingi setur við IceSave samninginn. Kannski verður breið sátt um málið. Hún er á eðlilegum nótum, samningurinn var ekki samþykkjanlegur óbreyttur. Útkoman er sigur fyrir uppreisnarfólkið í Vinstri grænum. Einkum fyrir Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra, sem lengi hefur talað fyrir þjóðarsátt um fyrirvara. Nú verða ráðamenn þjóðarinnar að heimsækja önnur ríki og fjölþjóðastofnanir. Útskýra þar, að fyrirvararnir fela í sér, að Ísland stendur við ábyrgð sína.