Mér finnst betra, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki aðili að samkomulagi um fyrirvara við IceSave. Ég las þá í góðu skúbbi á bloggi Egils Helgasonar í nótt. Þeir hæfa aðstæðum og leiða til farsællar niðurstöðu málsins. Stjórnin þarf ekki hjálp Flokksins og á ekki að þiggja hana. Framleiðandi hrunsins á ekki að fá að vera með í björgunarliðinu. Flokkarnir eiga að hafa sem minnst samskipti við Flokkinn. Hann á að vera afskiptur í pólitík. Um tíma í gær virtist Flokkurinn styðja fyrirvarana, en fór síðan að tvístíga. Í taumana kipptu þeir hinir sömu og í vetur snarsneru flokknum í átt frá Evrópu.