Tvær þjóðir lifa í landi okkar. Önnur hefur sagt skilið við brengluð gildi græðgisvæðingar. Vill nýtt Íslands, þar sem gömlum viðhorfum hefur verið útrýmt úr pólitík, fjármálum og atvinnulífi. Þau lifa samt góðu lífi hjá skilanefndum gömlu bankanna, bankastjórum nýju bankanna og útrásarvíkingum. Þar nota menn enn banvæn hugtök á borð við bankaleynd. Ríkisstjórnin skilur ekki tvískiptingu þjóðarinnar. Hún þolir Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra Kaupþings, Huldu Dóru Styrmisdóttur sem formann bankaráðs. Hún þolir Árna Tómasson og Lárentsínus Kristjánsson sem skilanefndarmenn gömlu bankanna.