Keppir ekki við jómfrúna

Veitingar

Scandinavian við Laugaveginn er engin Jómfrú. Nýi smurbrauðsstaðurinn keppir ekki við þann gamla í verði, það er svipað. Seðillinn er nokkurn veginn hinn sami á báðum stöðum. Hálfa rækjusneiðin (1.350) á Scandinavian var bragðgóð. En engan veginn eins glæsilega uppsett og hún er jafnan á Jómfrúnni. Hálfa rauðsprettan (1.050) var snöggtum lakari á Scandinavian. Mjög ofsteikt, grá og þurr, ekki góður matur. Graflax og spergill hæfðu ekki rauðsprettunni. Staðurinn er huggulega hannaður í timbri og svörtu. Fullt af ferðamönnum fer á Scandinavian, en hann tekur tæpast nokkurn innlendan kúnna af Jómfrúnni.