Þrátt fyrir kreppuna eru gjaldþrot ekki tvöfalt fleiri en í fyrra. Bendir til, að bankar haldi dauðvona fyrirtækjum á floti. Það má ekki, fyrirtæki þurfa að fá að deyja í friði. Innviði þeirra á síðan að leigja öðrum, sem geta rekið þá án þess að safna skuldum. Sjávarútvegur er gott dæmi. Bankar halda þar því miður uppi grínistum á borð við fræga tengdasyni Soffaníasar í Grundarfirði. Þótt fyrirtæki í sjávarútvegi deyi, fer kvótinn ekki neitt. Hann fer bara í hendur skipstjóra og sjómanna, sem kunna til verka. Hrunið á að fela í sér landhreinsun grínfyrirtækja. Allt of lítið er um gjaldþrot.