Kennitöluskipti skilanefnda

Punktar

Sumir virðast halda, að nauðsynlegt sé að afskrifa skuldir kvótakónga, því að hvort sem er séu þær tapað fé. Gallinn er sá, að kvótakóngar eru með þessum hætti framlengdir. Þeim er gefinn kostur á að reka fyrirtækin áfram. Þetta eru hin margræddu kennitöluskipti. Skilanefndir gömlu bankanna gerast sekar um slíkt. Til dæmis hjá Magga á þyrlunni og tengdasonum Soffaníasar. Þvert á móti er brýnt, að slíkir stýri ekki áfram rekstri. Það gerist aðeins þannig, að þeir séu gerðir upp og innviðir rekstrar renni til lánardrottna. Sem geta þá afhent öðrum rekstur og kvóta. Væntanlega þeim, sem bezt býður.