Sumir hafa dottið af baki oftar en einu sinni á dag í hestaferðum. Hafa jafnharðan risið á fætur og haldið áfram ferð sinni. Lítið yrði úr löngum hestaferðum, ef sífellt þyrfti að kalla í þyrlu. Það væri líka dýrt fyrir samfélagið. Hestaferðir eru fyrir þá, sem eru sæmilega á sig komnir. Eru að minnsta kosti ekki brothættir. Held, að forseti vor eigi að hætta reiðtúrum. Það kostar pening að sækja hann í þyrlu og koma honum ítrekað á sjúkrahús. Auk þess kemur hann óorði á okkur hestamennina með háttalagi sínu. Heilsa hans hæfir frekar hanastélsboðum með útrásarvíkingum og fylginautum þeirra.