Brezk og hollenzk dagblöð eru farin að skilja íslenzk IceSave-sjónarmið. Hollenzka stórblaðið Volkskrant spurði í leiðara í dag, hvernig í ósköpunum 300.000 manns eigi að geta borgað IceSave. Segir skiljanlegt, að Íslendingum finnist samningurinn ósanngjarn. Skuldabyrðin verði að taka raunhæft mið af stærð og getu íslenzks efnahags. Financial Times birti í síðustu viku grein Michael Hudson hagfræðiprófessors á svipuðum nótum. Fjölmiðlar í Danmörku og Noregi hafa líka skilið þetta. Blaðaskrifin draga úr áhuga ríkisstjórna Bretlands og Hollands á að amast við bráðnauðsynlegum fyrirvörum Alþingis.