Bankaleynd er ofsatrú

Punktar

Munurinn á venjulegu fólki og græðgisvæddu er viðhorfið til bankaleyndar. Venjulegt fólk fagnar rofinni bankaleynd, en græðgisvæddir fá gæsahúð. Í sál græðgisvæddra jafngildir bankaleynd trúarjátningu. Við sjáum af viðbrögðum nýs forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að hann er græðgisvæddur. Setur forgang á mál blaðamanna, sem grunaðir eru um brot á bankaleynd. Hefur allt annað í hægagangi. Fyrir honum er bankaleynd ginnheilög og brot á henni jafngilda villutrú. Ráðamenn ríkisins verða að skoða brunalið sín og reka þaðan alla slíka brennuvarga. Þeir þekkjast nefnilega af ofsatrúnni á bankaleynd.