Völlur var á Bakkabræðrum á aðalfundi Exista í gærkvöldi. Fjölmiðlar voru ekki lengur velkomnir eins og á fyrri aðalfundum. Útkastarar sáu um, að höfðingjarnir væru ekki myndaðir. Innan dyra húðskammaði Gísli Eiríkur Helgi ekki bara fjölmiðla, heldur líka skilanefndir banka, fyrir að ofsækja sig. Fávísir lífeyrissjóðir virðast hafa trú á þessu fyrirtæki, sem er ekkert nema skuldir. Á vef Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er talað um miklar eignir Exista, einkum Símann. Þótt leki hafi sýnt, að sú eign er öll í skuld hjá Kaupþingi. Við þurfum að fara að losna við þessa grínista úr braskinu.