Ótal bloggarar hneyksluðust á Sigmundi Erni Rúnarssyni fyrir að vera undir áhrifum í ræðustól Alþingis. Ég tók ekki eftir, að neinn þeirra kvartaði yfir innihaldi ræðunnar. Enginn hefur sagt hann hafa röflað eins og drukkinn maður. Það er semsagt ekki innihaldið, sem menn hneykslast á, heldur formið. Aðeins einn þessara bloggara hneykslaðist á fimmtíuogeinu frammíkalli aumra þingmanna undir ræðu Sigmundar. Ég held, að sumir bloggarar megi passa sinn litla hræsnara með yfirdrepsskapinn. Tek einn drukkinn þingmann, sem fer með rök, fram yfir tíu þingmenn, sem flissa og skríkja eins og skólapíkur.