Af erlendum fjölmiðlum er ljóst, að þar telja menn IceSave vera afgreitt. Af ummælum erlendra ráðamanna má líka ráða, að þeir séu fegnir. Enginn talar um, að semja þurfi upp á nýtt, eins og flautaþyrillinn Bjarni Benediktsson heldur fram. Íslenzku fyrirvararnir eru eðlilegir að mati Daily Telegraph. Blaðið tekur sérstaklega fram 4% hámarkið á árlegum greiðslum. Ég var fyrir löngu búinn að segja, að slíkur fyrirvari mundi fara vel í útlendinga. Óhætt er að fullyrða, að engir eftirmálar verða af fyrirvörum Alþingis. Málinu er lokið. En gleymum samt ekki, að IceSave var Davíð og Flokknum að kenna.