Skjaldborg Árna Páls

Punktar

Seinlæti Árna Páls Árnasonar í skjaldborgarsmíði er berlega komið í ljós. Hefur skipað nefnd í málið. Hún á að ljúka störfum í septemberlok, hálfu ári eftir myndun vinstri stjórnarinnar. Þá að verða til frumvarp, sem fer fyrir Alþingi og verður afgreitt þar. Líklega níu mánuðum eftir að Árni Páll tók við ráðherradómi. Skjaldborgin margumtalaða um heimilin verður tilbúin eftir dúk og disk. Hvað hefur Árni Páll yfirleitt verið að gera síðan í vor? Ekki var hann á kafi í IceSave. Hann hafði ekkert annað en skjaldborgina á sinni könnu. Og er rétt að byrja á henni. Getur það gengið, meðan heimilin brenna?